Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   mán 20. janúar 2025 10:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eskelinen frá Vestra í finnsku úrvalsdeildina (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
William Eskelinen, sem varði mark Vestra á síðasta tímabili, er orðinn leikmaður AC Oulu sem spilar í finnsku úrvalsdeildinni.

Eskelinen er 28 ára Svíi sem gekk í raðir Vestra síðasta vetur og átti heilt yfir nokkuð gott tímabil í Bestu deildinni, lék sérstaklega vel eftir að hann var harðlega gagnrýndur af þjálfara sínum í viðtali fyrri hluta móts.

Á ferlinum hefur Eskelinen spilað 48 leiki í efstu deild Svíþjóðar, 56 í sænsku B-deildinni og 21 leik í dönsku úrvalsdeildinni. Hann spilaði á sínum tíma með yngri landsliðum Svíþjóðar.

AC Oulu endaði í 9. sæti á síðasta tímabili en 12 lið eru í finnsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner