Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 20. janúar 2025 14:35
Elvar Geir Magnússon
Mikael Egill framlengir í Feneyjum (Staðfest)
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við ítalska A-deildarfélagið Venezia.

Samningur hans var til 2027 en hann hefur nú framlengt um eitt ár til viðbótar og er bundinn til júní 2028.

Mikael Egill er 22 ára og kom til Venezia í janúar 2023 og hefur spilað 74 leiki fyrir félagið, skorað 6 mörk og átt 7 stoðsendingar. Hann hefur spilað nítján landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark.

Hann hjálpaði liðinu á síðasta tímabili að komast upp í A-deildina og hefur á þessu tímabili skorað tvö mörk í 20 leikjum í A-deildinni.

Venezia er í fallsæti á Ítalíu, er í nítjánda sæti.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner