Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 20. febrúar 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Höfnuðu beiðni Leganes um nýjan framherja
Spænska knattspyrnusambandið og stjórn La Liga hafa hafnað beiðni Leganes um að kaupa nýjan sóknarmann til að fylla í skarðið sem Martin Braithwaite skilur eftir.

Barcelona missti Luis Suarez og Ousmane Dembele í langtímameiðsli og fékk undanþágu frá spænskum knattspyrnuyfirvöldum til að kaupa nýjan sóknarmann utan félagsskiptaglugga.

Barca greiddi riftunarákvæði Braithwaite, 18 milljónir evra, og var Daninn himinlifandi með að skipta yfir til Spánarmeistaranna margföldu. Leganes situr hins vegar eftir með sárt ennið, enda í bullandi fallbaráttu og aðeins þrjá sóknarmenn eftir í hópnum.

Leganes bað því um undanþágu til að kaupa nýjan leikmann en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að ekki væri hægt að breyta reglum deildarinnar á miðri leiktíð.

Spænsk félög mega aðeins fá undanþágu til að kaupa nýja menn ef þeirra eigin leikmenn verða fyrir langtímameiðslum. Enginn sóknarmaður félagsins hefur meiðst alvarlega nýlega og því fær félagið ekki undanþágu.

Sjá einnig:
Barcelona komið með leyfi til að kaupa sóknarmann
Barcelona að fá danskan sóknarmann frá Leganes
Nú vill Leganes líka fá undanþágu - Missa mann til Barcelona
Braithwaite til Barcelona (Staðfest)
Braithwaite gerði samning við Barcelona til 2024
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner
banner