Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði byrjaði í sigri Bolton
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson og hans menn í Bolton Wanderers unnu 2-1 sigur á Cambridge United í ensku C-deildinni í kvöld.

Selfyssingurinn hefur verið að fá tækifæri inn af bekknum undanfarið og nýtt vel.

Hann skoraði tvö mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum sem færði liðinu fjögur stig.

Því fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld og nýtti það ágætlega en á meðan hann var á vellinum skoraði Bolton bæði mörk sín.

Jón Daði fór af velli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Bolton er 3. sæti C-deildarinnar með 66 stig. Liðið er með jafnmörg stig og Derby sem situr í öðru sæti, sem gefur beint sæti upp í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner