Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Englendingar stöðva alla yngri flokka
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið mælir með því að hætt verði allri yngri flokka starfsemi í landinu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

„Við mælum með að allri grasrótastarfsemi í enskri knattspyrnu verði frestað," segir meðal annars í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

Börn virðast þola kórónaveiruna talsvert betur en aðrir en smithættan virðist vera svipuð.

Enska úrvalsdeildin stefnir á að snúa aftur í lok apríl en framtíðin í knattspyrnuheiminum er óljós um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner
banner