Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. mars 2020 14:10
Magnús Már Einarsson
Ísland-Rúmenía settur á 4. júní
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu fer fram á Laugardalsvelli 4. júní samkvæmt nýrri dagsetningu UEFA.

Sigurvegarinn úr þeim leik mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM þann 9. júní.

Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram á fimmtudaginn í næstu viku en síðastliðinn þriðjudag var öllum leikjum í umspili frestað.

Í vikunni var einnig lokakeppni EM frestað en hún fer fram sumarið 2021 en ekki í sumar eins og áætlað var.

KSÍ hefur gefið út að þeir sem eiga miða á leik Íslands og Rúmeníu geta kosið um að eiga miðann áfram eða fá endurgreiðslu eftir að leiktíma var breytt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner