Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugaverðasti stjóri Evrópu tapaði loksins deildarleik
Will Still.
Will Still.
Mynd: Getty Images
Áhugaverðasti stjórinn í Evrópuboltanum, Will Still, tapaði loksins fótboltaleik í gær.

Still fæddist í Belgíu en er enskur. Hann er aðeins þrítugur að aldri en tók við sem aðalþjálfari Reims í október í fyrra. Undir hans stjórn hefur Reims verið á ótrúlegu skriði og hafði ekki tapað deildarleik undir hans stjórn fyrr en í gær.

Sjá einnig:
Reims núna það lið sem hefur farið í gegnum flesta leiki án taps

Reims fékk Marseille í heimsókn í gær og tók forystuna þegar Folarin Balogun, þeirra besti leikmaður á tímabilinu, skoraði eftir 13 mínútna leik.

Marseille svaraði því frábærlega. Alexis Sanchez, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, skoraði tvisvar áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og var það Sanchez sem sá til þess að Still tapaði í fyrsta sinn í frönsku deildinni sem þjálfari Reims.

Reims er sem stendur í níunda sæti frönsku deildarinnar á meðan Marseille er í öðru sæti.

Still spilaði mikið Football Manager tölvuleikinn í æsku en er nú að upplifa drauminn. Árangurinn hefur verið þannig að um hann er talað og eftir honum tekið. Hann mun eflaust fá stærri verkefni í framtíðinni enda mjög efnilegur þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner