Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ferguson er ofurstjarna"
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Frammistaða Evan Ferguson stóð upp úr þegar Brighton vann 5-0 sigur á Grimsby í 8-liða úrslitum enska bikarsins í gær. Ferguson er átján ára írskur framherji sem slegið hefur í gegn á tímabilinu.

Hann fékk mikið lof á BBC eftir leikinn í gær. „Þessi strákur er ofurstjarna. Ég segi það í hreinskilni. Hann er frábær í fótunum, með mikla tæknilega getu. Hann er rólegur, kraftmikill og spilar sitt hlutverk mjög vel. Þú sérð hann ekki mikið í víddinni, heldur sig miðsvæðis og er alltaf skotmark fyrir samherja sína," sagði Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og Fulham.

„Ég get ekki séð veikleika í hans leik á þessum tímapunkti. Að vera átján ára að sýna þennan þroska, það er merki um að hann er stórkostlegur."

Ferguson kom frá Bohemians fyrir rúmum tveimur árum. Fyrir þetta tímabil hafði hann einungis komið fjórum sinnum við sögu sem varamaður. Roberto de Zerbi hefur sýnt honum mikið traust eftir HM og er hann lykilmaður í sóknarleiknum eins og Solly March og Kaoru Mitoma.

„Hann gæti leitt línuna hjá írska landsliðinu gegn Frökkum," sagði Stephen Kelly, fyrrum varnarmaður Tottenham. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner