Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sabitzer ánægður hjá United - „Vil vinna skítavinnuna"
Mynd: Manchester United

Marcel Sabitzer miðjumaður Manchester United hefur komið gríðarlega sterkur inn í liðið en hann kom á láni frá Bayern Munchen í janúar.


Þessi 29 ára austurríski miðjumaður er mjög ánægður hjá félaginu en hann skoraði sitt fyrsta mark í búningi liðsins um helgina í mögnuðum bikarsigri á Fulham.

„Ég varð að taka snögga ákvörðun í janúar. Ég var mjög ákveðinn, það var alltaf ljóst að þetta er lánssamningur þangað til í sumar. Ég tek einn leik í einu, ég er mjög ánægður hérna," sagði Sabitzer.

„Ég mun gefa mig 100% í verkefnið, hvað sem gerist í sumar, við sjáum til. Ég get spilað í öllum stöðum á miðjunni, ég vil vinna skítavinnuna. Ég vil hlaupa fram og til baka. Ég er mjög ánægður að vera hluti af þessu liði, þessu stórkostlega félagi."


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner