Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 12:18
Hafliði Breiðfjörð
Richard Hughes ráðinn til Liverpool (Staðfest)
Hughes spilaði á sínum tíma með Portsmouth en þá var Michael Edwards þar líka. Þeir eru nú báðir nýráðnir í stjórnendastöður hjá Liverpool.
Hughes spilaði á sínum tíma með Portsmouth en þá var Michael Edwards þar líka. Þeir eru nú báðir nýráðnir í stjórnendastöður hjá Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool staðfesti nú í hádeginu að Richard Hughes hafi verið ráðinn til félagsins sem nýr íþróttastjóri og taki við nýja starfinu í lok þessa tímabils, 1. júní

Hughes sem er 44 ára gamall kemur til félagsins frá Bournemouth þar sem hann var í samskonar stöðu. Hann kemur í kjölfar þess að Michael Edwards var ráðinn til félagsins sem yfirmaður fótboltamála á dögunum en saman voru þeir hjá Portsmouth þegar Hughes var þar leikmaður í gamla daga.

Hann og Edwards munu saman vinna í leikmannamálum og öðrum stórum verkefnum hjá Liverpool.

Hughes átti flottan feril sem leikmaður og spilaði sem landsliðsmaður fyrir Skota. Eftir að skórnir fóru upp á hillu þá fór hann að vinna á bak við tjöldin hjá Bournemouth og hefur unnið sig upp metorðastigann þar síðustu árin. Hann hefur fengið hrós fyrir gott starf hjá Bournemouth undanfarin ár og fer núna í stærra verkefni.

Eitt af fyrstu verkefnunum sem Edwards og Hughes munu takast á við verður að finna verðugan arftaka fyrir Klopp, fráfarandi þjálfara Liverpool.

Xabi Alonso og Ruben Amorim eru taldir vera efstir á óskalista Liverpool sem stendur en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner