Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Edwards aftur til Liverpool (Staðfest)
Michael Edwards.
Michael Edwards.
Mynd: Getty Images
Eigendahópur Liverpool hefur staðfest það að Michael Edwards muni snúa aftur til félagsins í sumar. Hann er nýr framkvæmdastjóri fótboltamála hjá Liverpool.

Hann hafnaði því fyrst að snúa aftur til Liverpool en skipti um skoðun eftir samtal við eigendur Fenway Sports Group, sem eru meirihlutaeigendur í Liverpool.

Flestir stuðningsmenn Liverpool ættu að kannast við Edwards, en það má segja að hann hafi verið heilinn á bakvið endurbyggingu Liverpool ásamt Jurgen Klopp.

Edwards hætti hjá Liverpool árið 2022 eftir að hafa sinnt stöðu yfirmanns íþróttamála en áður vann hann í greiningardeild félagsins. Hann er núna mættur aftur.

Edwards mun starfa sem yfirmaður alls fótboltatengds hjá Liverpool og verður Richard Hughes ráðinn sem hans hægri hönd. Hughes mun fá titilinn yfirmaður fótboltamála en hann kemur frá Bournemouth.

Eitt af fyrstu verkefnunum sem Edwards og Hughes munu takast á við verður að finna verðugan arftaka fyrir Klopp, fráfarandi þjálfara Liverpool.

Xabi Alonso og Ruben Amorim eru taldir vera efstir á óskalista Liverpool sem stendur en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner
banner