Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Liverpool FC er stærra heldur en ein ákvörðun
Líkar við þá hugmynd að West Ham geti komist í keppnina
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp er búinn að tjá sig um Ofurdeildina þar sem Liverpool er eitt stofnfélaga keppninnar.

Það þykir augljóst að Klopp er á móti þessari tillögu um evrópska Ofurdeild, rétt eins og langflestir aðrir innan knattspyrnuheimsins. Leikmenn Liverpool eru ósáttir rétt eins og stuðningsmenn og starfsteymið.

„Ég hef ennþá sömu skoðun á Ofurdeildinni. Þetta er mjög erfitt ástand, fólk er óánægt og ég kem ekki nálægt þessu," sagði Klopp.

„Liverpool FC er stærra heldur en einhver ein ákvörðun. Ég er 53 ára gamall og Meistaradeildin hefur verið mikilvægur partur af knattspyrnuheiminum síðan ég man eftir mér.

„Það hefur alltaf verið mitt markmið að taka þátt í Meistaradeildinni. Mér finnst það frábær keppni, mér líkar við þá hugmynd að West Ham United gæti komist í keppnina. Ég vona að þeir komist ekki því við erum að berjast um sama sæti, en mér finnst frábært að þeir eigi möguleika á því."


Sjáðu viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner