Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos og Fjarðabyggð rifta samningi
Í leik með Hugin 2017.
Í leik með Hugin 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Milos Ivankovic hefur rift samningi við Fjarðabyggð en frá þessu segir hann í samtali við Fótbolta.net.

Milos gekk í raðir Fjarðabyggðar í mars síðastliðnum en það gekk ekki upp að komast að samkomulagi um húsnæði fyrir hann.

„Það er víst erfitt að finna húsnæði á Austurlandi vegna ástandsins á Seyðisfirði. Þau skildu ákvörðun mína að vilja rifta samningnum. Við komumst að samkomulagi," segir Milos.

Hann ætlar að dvelja í Reykjavík næstu daga og hefur hann áhuga á því að vera áfram á Íslandi. Hann hefur áhuga á að spila í Lengjudeildinni, en er líka áhugasamur fyrir því að spila fyrir félag í 2. deild.

Milos er 33 ára gamall miðvörður frá Serbíu sem kom fyrst hingað til lands árið 2014 þegar hann gekk í raðir Hugins í 2. deild. Hann spilaði með Fjarðabyggð í 1. deild 2015 og fór aftur til Hugins 2017 og 2018. Hann gekk svo í raðir Vestra fyrir sumarið 2019.

Hann hjálpaði Vestra að komast upp í Lengjudeildina sumarið 2019. Síðasta sumar spilaði hann 12 leiki í Lengjudeild karla og skoraði eitt mark. Hann spilaði einnig þrjá leiki í Mjólkurbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner