Jakobína er efnilegur varnarmaður sem getur bæði leyst það að spila sem vinstri bakvörður og sem miðvörður. Hún lék upp alla yngri flokkana á Akureyri og er núna í mikilvægu hlutverki í meistaraflokki Þórs/KA þrátt fyrir að vera bara 18 ára gömul.
Hún hefur spilað 50 KSÍ-leiki í meistaraflokki og skorað tvö mörk. Þá er hún hluti af U19 landsliði Íslands en hún kom við sögu í öllum leikjunum þegar liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði. Í dag sýnir Jakobína á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti
Hún hefur spilað 50 KSÍ-leiki í meistaraflokki og skorað tvö mörk. Þá er hún hluti af U19 landsliði Íslands en hún kom við sögu í öllum leikjunum þegar liðið tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði. Í dag sýnir Jakobína á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 5. sæti
Fullt nafn: Jakobína Hjörvarsdóttir
Gælunafn: Jakó
Aldur: 18
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2019
Uppáhalds drykkur: Pepsi max
Uppáhalds matsölustaður: Bagel and co
Hvernig bíl áttu: Toyota Yaris T Sport
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er að horfa á Desperate Housewives núna
Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott
Uppáhalds hlaðvarp: Illverk
Fyndnasti Íslendingurinn: Hulda Ósk
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Bara gamli góði thumbs up
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jóhann, núverandi þjálfarinn minn, er frábær þjálfari
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Veit ekki
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Var bara nákvæmlega ekki neitt að hugsa um fótbolta í æsku
Sætasti sigurinn: Sigurinn gegn Svíðþjóð sem að tryggði okkur á EM
Mestu vonbrigðin: Slíta krossband
Uppáhalds lið í enska: New Castle
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Katla Tryggvadóttir
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Erfitt að velja á milli Emelíu Óskars og Kötlu, þær eru báðar geggjaðar
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Uff allt of mikið að velja úr
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hildur Björk Búadóttir
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Iðunn
Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Datt tvisvar sinnum um sjálfan mig á innan við 5 sekúndum
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Neibb
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei voða lítið
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: Íslensku
Vandræðalegasta augnablik: Lendi í alltof mörgu vandræðanlegu til að velja eitthvað eitt
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Snædísi, fyrir góðan félagsskap, Fanney Ingu til að koma okkur af eyjunni og Ísfold Marý til að fíflast með
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Byrjaði ekki í fótbolta fyrr en 10 ára
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bara allar í U-19, þær eru bara svo fáránlega skemmtilegar allar
Hverju laugstu síðast: Að buxurnar á bróðir mínum væru flottar, Sorry Nökkvi
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Messi hver væri lykillinn að árangri
Athugasemdir




