Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   lau 20. apríl 2024 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið KR og Fram: Ein breyting - Eyþór Wöhler á bekknum
Freyr kom til Fram frá Sindra í vetur.
Freyr kom til Fram frá Sindra í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Wöhler var keyptur frá Breiðabliki um síðustu helgi.
Eyþór Wöhler var keyptur frá Breiðabliki um síðustu helgi.
Mynd: KR
Klukkan 16:15 hefst viðureign KR og Fram í 3. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn er heimaleikur KR en fer fram á AVIS-vellinum í Laugardalnum þar sem Meistaravellir, heimavöllur KR - grasvöllur, er ekki klár í leik á þessum tímapunkti.

Það er einungis ein breyting á byrjunarliðunum frá því í síðustu umferð. Sú breyting er Fram-megin. Rúnar Kristinsson setur Hornfirðinginn Frey Sigurðsson inn í liðið fyrir KR-inginn Tryggva Snæ Geirsson. Jannik Pohl er enn fjarverandi hjá Fram en hann missti einnig af tapleiknum gegn Víkingi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

Gregg Ryder, þjálfari KR, gerir enga breytingu á sínu liði frá leiknum gegn Stjörnunni í 2. umferð. Það eru hins vegar breytingar á bekknum. Eyþór Aron Wöhler og Aron Þórður Albertsson koma inn fyrir Birgi Stein Styrmisson og Óðin Bjarkason sem eru utan hóps í dag.

Það er ein breyting á bekknum hjá Fram. Sigfús Árni Guðmundsson er ekki í hóp en inn kemur Egill Otti Vilhjálmsson.

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
10. Kristján Flóki Finnbogason
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
17. Luke Rae
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson
Athugasemdir
banner
banner