Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   þri 20. maí 2014 23:28
Aníta Lísa Svansdóttir
Magnea: Erum ekki nógu heitar fyrir framan markið
Magnea Guðlaugsdóttir.
Magnea Guðlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari ÍA, var sársvekkt eftir 2-0 tap liðsins gegn FH í Pepsi deild kvenna í kvöld.

,,Ég er mjög svekkt, því mér finnst við hafa verið betri aðilinn í dag þó þetta hafi endað 2-0. Þær eru fínar, FH liðið, harðar og snöggar og ég vona að þeim gangi bara vel í deildinni," sagði Magnea við Fótbolta.net.

Magnea segir að ÍA hafi skapað sér góð færi í leiknum en að það vanti upp á nýtinguna.

,,Við erum ekki nógu aggresívar fyrir framan markið. Við erum að spila ágætlega úti á velli og fáum einhverjar fimm sex fínar sóknir sem við erum bara ekkert að nýta. Við erum ekki beint ískaldar, en við erum ekki nógu heitar fyrir framan markið," sagði Magnea.

Hún hefur ekki áhyggjur þó að ÍA hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

,,Tvö töp, þetta er rétt að byrja þetta mót og við ætlum okkur að ná í stig. Það gerðist ekki í fyrstu tveimur leikjunum en við komum dýrvitlausar á móti Val í næsta leik."
Athugasemdir
banner