Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 20. maí 2014 23:28
Aníta Lísa Svansdóttir
Magnea: Erum ekki nógu heitar fyrir framan markið
Magnea Guðlaugsdóttir.
Magnea Guðlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari ÍA, var sársvekkt eftir 2-0 tap liðsins gegn FH í Pepsi deild kvenna í kvöld.

,,Ég er mjög svekkt, því mér finnst við hafa verið betri aðilinn í dag þó þetta hafi endað 2-0. Þær eru fínar, FH liðið, harðar og snöggar og ég vona að þeim gangi bara vel í deildinni," sagði Magnea við Fótbolta.net.

Magnea segir að ÍA hafi skapað sér góð færi í leiknum en að það vanti upp á nýtinguna.

,,Við erum ekki nógu aggresívar fyrir framan markið. Við erum að spila ágætlega úti á velli og fáum einhverjar fimm sex fínar sóknir sem við erum bara ekkert að nýta. Við erum ekki beint ískaldar, en við erum ekki nógu heitar fyrir framan markið," sagði Magnea.

Hún hefur ekki áhyggjur þó að ÍA hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

,,Tvö töp, þetta er rétt að byrja þetta mót og við ætlum okkur að ná í stig. Það gerðist ekki í fyrstu tveimur leikjunum en við komum dýrvitlausar á móti Val í næsta leik."
Athugasemdir