Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. maí 2019 16:00
Arnar Daði Arnarsson
Haddi Jónasar: Hef verið að díla við meiðslin í allan vetur
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA fór í góða bæjarferð í gær og vann þar 2-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla. Þetta var annar sigur KA í sumar og er liðið núna komið með sex stig.

Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson léku allan leikinn fyrir KA og er það í fyrsta sinn sem það gerist í sumar að þeir spili allan leikinn saman.

„Ég er góður í líkamanum eftir leikinn sem er gleðiefni," sagði Hallgrímur Jónasson í samtali við Fótbolta.net og bætir við að hann sé gríðarlega ánægður að hafa náð loksins 90 mínútum.

„Ég hef verið að vinna lengi í mínum málum. Ég hef verið að glíma við meiðsli sem komu upp rétt fyrir mót í fyrra og hef verið að díla við það í allan vetur. Ég er loksins núna að verða alveg klár. Þetta hefur verið langur tími og mikil vinna en núna hefur þetta vonandi skilað sér."

KA er með sex stig að loknum fimm leikjum en Haddi hefur verið ánægður með spilamennsku liðsins í sumar.

„Þetta voru kærkomin úrslit fyrir okkur. Okkur hefur fundist við hafa fengið færri stig en við ættum skilið í upphafi móts. Við lágum á Breiðablik allan leikinn eftir að hafa fengið mark á okkur eftir eina mínútu gegn þeim og einnig á móti FH þá erum við yfir gegn þeim á útivelli í seinni hálfleik en missum það niður. Okkur hefur fundist frammistaðan hafa verið fín en stigin kannski ekki skilað sér."

„Þessi sigur á útivelli var gríðarlega sterkur og gerir mikið fyrir okkur. Við vitum það líka að við erum búnir með mjög erfitt prógram og miðað við leikina sem við erum búnir með tel ég það vera allt í lagi að vera með sex stig," sagði Haddi að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner