Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. maí 2021 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Depay yfirgefur Lyon - Á leið til Barcelona
Memphis Depay er að fara frá Lyon
Memphis Depay er að fara frá Lyon
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay mun yfirgefa franska félagið Lyon í sumar en hann segir frá þessu í viðtali við L'Equipe sem verður birt á morgun.

Þessi 27 ára gamli sóknarmaður var heitasti bitinn á markaðnum árið 2015 eftir frábært tímabil með PSV Eindhoven þar sem hann varð hollenskur meistari.

Manchester United keypti hann og var honum ætlað stórt hlutverk en honum tókst aldrei að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru til hans og var hann á endanum seldur til Lyon eftir eitt og hálft tímabil.

Hann fann sig hjá Lyon og hefur verið leiðtoginn í liðinu. Depay var nálægt því að ganga til liðs við Barcelona í janúar en það gekk þó ekki eftir.

Nú er hann klár í að kveðja Lyon og segist hann á förum í viðtali sem birtist í L'Equipe á morgun.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá er Depay á leið til Barcelona og mun hann gera samning við félagið til næstu fjögurra ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner