Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 20. maí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Mbappe vildi ekkert segja um framtíð sína
Mbappe var kampakátur í gær.
Mbappe var kampakátur í gær.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe vildi ekki ræða um framtíð sína, eftir að hann lyfti franska bikarnum í gærkvöldi. Franska ofurstjarnan skoraði og lagði upp mark í úrslitaleiknum.

Sjá einnig:
PSG bikarmeistari í sjötta sinn á sjö árum

Niko Kovac, þjálfari Mónakó, sagði eftir leikinn að Mbappe væri besti fótboltamaður heims í dag. En á næsta ári rennur samningur hans við PSG út og hann hefur hingað til hafnað tilboðum um nýjan samning.

Mbappe hefur í mörg ár verið orðaður við Real Madrid og var spurður að því af frönskum fjölmiðlum eftir leik hvort hann yrði með PSG á næsta tímabili?

„Ég held að mikilvægast sé núna að njóta stundarinnar," sagði Mbappe.

„Það er alltaf gaman þegar fólk talar vel um mann en sigurinn var vinna alls liðsins. Það eru liðsfélagarnir sem koma mér í þessar stöður. Að sjá vini mína, starfsliðið og fólkið sem vinnur bakvið tjöldin gleðjast er það sem skiptir máli fyrir mig."

Næst á dagskrá hjá PSG er lokaumferð frönsku deildarinnar á sunnudag. PSG er í öðru sæti og þarf að vinna Brest og vonast til þess að Lille mistakist að vinna Angers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner