Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. maí 2022 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund leitar líklega aftur til Terzic
Mynd: Getty Images
Edin Terzic er talinn líklegasti kosturinn í að taka við sem nýr stjóri Dortmund eftir a Marco Rose var rekinn í morgun.

Terzic stýrði Dortmund tímabundið eftir að Lucien Favre var látinn fara í desember 2020. Tarzic stýrði liðinu út tímabilið og í kjölfarið tók Rose við.

Samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi þá hefur Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, rætt við Terzic sem er klár í að taka starfið að sér.

Fjölmiðillinn gerir ráð fyrir því að tilkynnt verði um ráðningu Terzic um helgina.

Terzic er 39 ára gamall og er í dag í stöðu tæknistjóra hjá Dortmund. Hann hefur einnig unnið sem njósnari og aðstoðarþjálfari unglingaliðs Dortmund. Þá var hann aðstoðarmaður Slaven Bilic þegar hann stýrði Besiktas og West Ham.

Undir stjórn Terzic varð Dortmund þýskur bikarmeistari síðasta vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner