Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rose rekinn frá Dortmund (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýska félagið Borussia Dortmund hefur rekið stjórann Marco Rose. Félagið staðfestir að Rose sé ekki lengur stjóri félagsins á samfélagsmiðlum sínum.

Í gær var rýnt í tímabilið hjá Dortmund á fundi þar sem ráðamenn og Rose voru viðstaddir. Í kjölfarið var ákveðið að leiðir myndu skilja.

Rose tók við Dortmund síðasta sumar og liðið vann 27 af þeim 47 leikjum sem hann var við stjórnvölinn. Það gerir sigurhlutfall upp á 57,45%.

Rose kom fá Borussia Mönchengladbach en áður hafði hann starfað hjá Lokomotive Leipzig og Red Bull Salzburg.

Dortmund endaði í 2. sæti Bundesliga með 69 stig, átta stigum á eftir meisturum Bayern og fimm stigum fyrir ofan Leverkusen sem endaði í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner