Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. júní 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst ekki við því að Rauschenberg spili aftur fyrir Stjörnuna
Martin Raushenberg.
Martin Raushenberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, lét áhugaverð ummæli falla í samtali við Vísi eftir tap gegn Stjörnunni í dag.

Miðvörðurinn Martin Rauschenberg fékk ekki að spila með HK í leiknum þar sem hann er í láni frá Stjörnunni.

Brynjar sagði í samtali við Vísi að hann búist ekki við því að danski miðvörðurinn spili aftur fyrir Stjörnuna.

„Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur," sagði Brynjar og bætti við:

„Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag."

Rauschenberg hefur verið á láni hjá HK undanfarin tvö tímabil. Hægt er að lesa meira um leikinn frá því í dag með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner