Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dýr vítaklúður hjá KA - Hafa klúðrað fjórum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA tókst að klúðra tveimur vítaspyrnum þegar liðið tapaði fyrir Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Smelltu hér til að lesa meira um leikinn.

Jonathan Hendrickx fór á punktinn undir lok fyrri hálfleiks fyrir KA, en Hannes Þór Halldórsson, sem hefur verið frábær í sumar, varði frá honum.

KA fékk svo þriðju vítaspyrnu leiksins er Rasmus Christiansen braut á Rodri innan teigs seint í seinni hálfleiks. Í þetta skiptið setti belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels niður á punktinn. Hann setti mikinn kraft í skotið og hafnaði það í slánni.

Á milli vítaspyrna KA, hafði Patrick Pedersen klúðrað víti fyrir Val. Stubbur varði frá honum.

KA hefur klúðrað fjórum vítaspyrnum í sumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr tveimur vítaspyrnum gegn Leikni 12. maí en síðan hefur KA klúðrað fjórum í röð. Hallgrímur Mar klikkaði á vítaspyrnu gegn Víkingi þar sem hann hefði getað jafnað metin í blálokin. Hann klúðraði svo einnig gegn Keflavík í öruggum sigri.

Þetta eru dýrkeypt vítaspyrnuklúður fyrir KA í þessum toppbaráttuslögum. Ef þeir hefðu skorað úr spyrnu sinni gegn Víkingum, þá hefðu þeir uppskorið eitt stig. Ef þeir hefðu skorað úr báðum spyrnum sínum í kvöld, þá hefðu þeir fengið þrjú stig. Þetta er dýrt.
Athugasemdir
banner
banner
banner