Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fór ekki eins og KA vildi í síðasta toppslag á Dalvík - „Ég get ekki beðið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA mætir Val í toppbaráttuslag í Pepsi Max-deild karla í dag. Valur er í toppsæti deildarinnar fyrir leikinn en KA er í 3. sætinu. KA á tvo leiki til góða á Val.

Leikur liðanna fer fram á Dalvíkurvelli þar sem Greifavöllur, heimavöllur KA, er ekki tilbúinn. KA menn vonast til að Greifavöllur verði klár í næsta heimaleik sem fram fer eftir tvær vikur.

Þetta er annar toppslagurinn sem KA leikur á Dalvíkurvelli í sumar því í maí mætti liðið liði Víkings í 5. umferð. Sá leikur endaði með 0-1 útisigri Víkinga og var frammistaða KA ekki góð í þeim leik.

Hallgrímur Mar Steingrímsson ræddi við frétaritara Fótbolta.net á föstudag og var hann spurður út í leikinn sem fram fer klukkan 16:00 í dag.

„Ég er mjög spenntur, þetta er toppslagur og það er alltaf gaman að spila við bestu liðin. Það ættu að vera toppaðstæður á Dalvík og þetta verður flottur fótboltaleikur. Ég get ekki beðið," sagði Grímsi á föstudag.

Lærðuð þið eitthvað af frammistöðunni gegn Víkingi, síðasta toppslag á Dalvíkurvelli?

„Já, við mættum ekki alveg nógu góðir í þann leik. Það var allavega upplifunin þegar maður var að spila leikinn. Við mætum öðruvísi liði núna og aðrar áherslur í okkar leik. Við tókum sigra eftir Víkingsleikinn og því hafði því ekki of mikil áhrif á okkur. Við vonandi náum að skapa okkur eitthvað meira í dag en við gerðum í þeim leik," sagði Grímsi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner