Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 12:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mancini líkti Wales við Stoke
Mynd: EPA
Ítalía og Wales mætast í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í dag.

Liðin berjast um efsta sæti riðilsins en fyrir leikinn eru Ítalir efstir með 6 stig en Wales í 2. sæti með fjögur stig.

Leikurinn hefst kl 16. Á sama tíma er leikur Sviss gegn Tyrklandi í sama riðli.

Roberto Mancini þjálfari ítalska landsliðsins, þjálfaði Manchester City frá árunum 2009-2013, líkti leikstíl Wales við Stoke.

„Stoke voru mjög erfiðir að eiga við, það var erfitt að brjóta þá á bak aftur" sagði Mancini á blaðamannafundi.

„Þetta verður erfiður leikur líkamlega vegna þess að þeir eru mjög sterkir eins og Stoke, en þeir eru líka teknískir. Wales eru með leikmenn á borð við, (Joe) Allen, (Gareth) Bale og (Daniel) James. Þeir eru með gæða- og færa leikmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner