Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Þrjú víti fóru forgörðum í sigri Vals
Hannes varði vítaspyrnu.
Hannes varði vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 0 - 1 Valur
0-0 Jonathan Kevin C. Hendrickx ('45 , misnotað víti)
0-0 Patrick Pedersen ('75 , misnotað víti)
0-1 Patrick Pedersen ('77 )
0-1 Sebastiaan Brebels ('82 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Það var ótrúlegur leikur að klárast á Dalvík þar sem KA fékk Íslandsmeistara Vals í heimsókn.

Fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun og fengu bæði lið mjög góð færi til að skora. KA fékk besta færið undir lok hálfleiksins þegar Sebastian Hedlund braut af sér innan teigs. Jonathan Hendrickx fór á punktinn en Hannes Þór Halldórsson, sem hefur verið frábær í sumar, varði frá honum.

Seinni hálfleikurinn var rólegri framan af, en síðasti stundarfjórðungurinn var magnaður áhorfs. Valur fékk vítaspyrnu á 75. mínútu þegar Stubbur í marki KA braut af sér. Patrick Pedersen fór á vítapunktinn en Stubbur sá við honum.

Stuttu síðar bætti Pedersen upp fyrir vítaklúðrið. „Sigurður Egill með innkast inn á teginn, Haukur Páll flikkar boltanum á fjærstögnina þar sem Patrick er mættur og setur boltann í netið," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í beinni textalýsingu.

Ein vítaspyrna í viðbót? Já, það gerðist bara. KA fékk þriðju vítaspyrnu leiksins er Rasmus Christiansen braut á Rodri innan teigs. Í þetta skiptið setti belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels niður á punktinn. Hann setti mikinn kraft í skotið og hafnaði það í slánni.

Þrjú víti fóru forgörðum í leiknum og það reyndist KA dýrkeypt; þeir klúðruðu tveimur spyrnum. Lokatölur 0-1 fyrir Val sem er áfram á toppi deildarinnar. Mikilvægur sigur fyrir Valsmenn sem eru núna með sjö stigum meira en KA. Akureyringarnir eru í þriðja sæti, en þeir eiga tvo leiki til góða á Val.

Leikir kvöldsins:
17:00 Stjarnan - HK
17:00 Fylkir - ÍA
19:15 Breiðablik - FH
19:15 Keflavík - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner