Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 20. júlí 2021 23:52
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Fyrsta tap Kríu - Ísbjörninn skoraði tíu
GG er fyrsta liðið til að vinna Kríu
GG er fyrsta liðið til að vinna Kríu
Mynd: GG
Ísbjörninn vann Afríku 10-1
Ísbjörninn vann Afríku 10-1
Mynd: Heimasíða Ísbjarnarins
Sex leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld. Kría hafði unnið alla níu leiki sína fram að leikjunum í kvöld en liðið tapaði fyrir GG í hádramatískum leik.

GG skoraði sigurmarkið gegn Kríu undir lok leiksins. GG komst í 2-0 en Jóhannes Hilmarsson gerði tvö mörk og tókst að jafna leikinn á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik.

GG komst aftur yfir og aftur jafnaði Kría. Orri Fannar Þórisson var rekinn af velli á 83. mínútu. Það voru svo fimm mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma er Björgvin Hafþór Ríkharðsson skoraði sigurmark GG.

Fyrsta tap Kríu staðreynd.

Í sama riðli gerði RB og Árborg 1-1 jafntefli. KFR vann Berskeri 5-2 og þá skoraði Ísbjörninn tíu mörk gegn Afríku þar sem Milos Bursac skoraði fimm mörk og Marcin Wiekiera gerði þrennu.

Kría er á toppnum í A-riðli með 27 stig, Árborg í öðru sæti með 20 stig og RB í þriðja sæti með 17 stig.

Í B-riðlinum vann KH lið Smára 3-2. KH er því áfram á toppnum með 28 stig en Hamar, sem vann SR 3-0 í kvöld, fylgir fast á eftir með 26 stig.

Úrslit og markaskorarar:

RB 1 - 1 Árborg
0-1 Andrés Karl Guðjónsson ('52 )
1-1 Bjarni Fannar Bjarnason ('76 )

Kría 3 - 4 GG
0-1 Nathan Ward ('45 )
0-2 Sigurður Þór Hallgrímsson ('56 )
1-2 Jóhannes Hilmarsson ('60, víti )
2-2 Jóhannes Hilmarsson ('70 )
2-3 Dusan Lukic ('76 )
3-3 Jóhannes Hilmarsson ('85, víti )
3-4 Björgvin Hafþór Ríkharðsson ('90 )
Rautt spjald: Orri Fannar Þórisson ('83, Kría )

KFR 5 - 2 Berserkir
1-0 Ívan Breki Sigurðsson ('5 )
2-0 Hjörvar Sigurðsson ('32 )
2-1 Kormákur Marðarson ('57 )
3-1 Ívan Breki Sigurðsson ('62 )
4-1 Trausti Rafn Björnsson ('67 )
5-1 Aron Birkir Guðmundsson ('81 )
5-2 Steinar Ísaksson ('89 )

Ísbjörninn 10 - 1 Afríka
1-0 Milos Bursac ('7, víti )
2-0 Milos Bursac ('13 )
3-0 Milos Bursac ('26 )
4-0 Marcin Wiekiera ('42 )
5-0 Ronald Andre Olguín González ('50 )
6-0 Milos Bursac ('59 )
7-0 Marcin Wiekiera ('71 )
7-1 Alessandro Dias Bandeira ('77 )
8-1 Marcin Wiekiera ('83 )
9-1 Milos Bursac ('90 )
10-1 Ronald Andre Olguín González ('90 )

Smári 2 - 3 KH
0-1 Eyþór Örn Þorvaldsson ('14 )
0-2 Haukur Ásberg Hilmarsson ('30 )
1-2 Einar Fannar Valsson ('54 )
1-3 Pétur Máni Þorkelsson ('67 )
2-3 Heiðar Ingi Þórisson ('72 )

Hamar 3 - 0 SR
1-0 Ísak Leó Guðmundsson ('8 )
2-0 Óliver Þorkelsson ('58 )
3-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('70 )
Rautt spjald: Alexander Máni Patriksson ('90, SR )
Athugasemdir
banner
banner