þri 20. júlí 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Valur vann stórsigur og endurheimti toppsætið
Valur skoraði sex gegn Þrótturum
Valur skoraði sex gegn Þrótturum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur endurheimti í kvöld toppsætið í Pepsi Max-deild kvenna með 6-1 sigri á Þrótturum er liðin mættust á Origo-vellinum. Stjarnan lagði þá Keflavík 2-1.

Ída Marín Hermannsdóttir kom Val yfir á 18. mínútu en Guðrún Gyða Haralz jafnaði metin fimmtán mínútum síðar. Hin afar öfluga Mary Alice Vignola kom Val yfir áður en hálfleikurinn var úti og staðan 2-1.

Valur afgreiddi Þróttara í þeim síðari. Lára Kristín Pederson skoraði á 57. mínútu og Elín Metta Jensen bætti við forystuna þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey ráku svo síðustu naglana í kistu Þróttara og lokatölur 6-1.

Valur aftur á toppinn með 26 stig.

Stjarnan vann þá Keflavík 2-1. Alma Mathiesen náði forystunni fyrir Stjörnuna eftir fimm mínútur áður en Aerial Chavarin gerði mark fyrir Keflvíkinga á 37. mínútu.

Arna Dís Arnþórsdóttir gerði sigurmark Stjörnunnar þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Stjarnan fer upp í 4. sætið með sigrinum og er með 16 stig. Keflavík í næst neðsta sæti með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Valur 6 - 1 Þróttur R.
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('18 )
1-1 Guðrún Gyða Haralz ('33 )
2-1 Mary Alice Vignola ('44 )
3-1 Lára Kristín Pedersen ('57 )
4-1 Elín Metta Jensen ('68 )
5-1 Arna Eiríksdóttir ('80 )
6-1 Clarissa Larisey ('90 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 2 Stjarnan
0-1 Alma Mathiesen ('5 )
1-1 Aerial Chavarin ('37 )
1-2 Arna Dís Arnþórsdóttir ('85 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner