Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. júlí 2021 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sif Atladóttir spáir í elleftu umferð Pepsi Max-kvenna
Sif í leik með landsliðinu 2019.
Sif í leik með landsliðinu 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif spáir Stjörnusigri í kvöld.
Sif spáir Stjörnusigri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi Max-deild kvenna. Það er ellefta umferðin sem leikin er í kvöld.

Sif Atladóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, spáir í leiki umferðarinnar.

Orri Rafn Sigurðarson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar.

Selfoss 1 - 1 Þór/KA (18:00)
Þetta verður jafn leikur sem endar með 1-1 jafntefli og sterkt stig fyrir Norðankonur.

Tindastóll 1 - 0 Fylkir (18:00)
Bæði lið vilja sækja stig eftir ósigur í síðustu umferð en ég held að Tindastóll vinni með 1-0

Breiðablik 3 - 1 ÍBV (18:00)
Það er erfitt að spá fyrir um þennan leik ef maður horfir á fyrri leik liðanna. Mörk, rautt og allur pakkinn. 3-1 og við fáum mörk

Keflavík 1 - 2 Stjarnan (20:00)
Ef stjarnan nær sigri þá ná þær að gefa sér smá andrými fra liðunum fyrir neðan þær. Fyrir Keflavik þá er þetta einn af þeim mikilvægustu í ár.
Ég held að Stjarnan næli í öll þrjú stigin 1-2

Valur 2 - 2 Þróttur (20:00)
Þetta er leikur umferðarinnar. Eftir frábæra bikarleiki þá verður afar spennandi að sjá liðin kljást. Valsarar mæta sárar til leiks eftir sárt tap í bikarnum a meðan Þróttarar eru með sjálfstraustið í toppi.
Þetta a eftir að vera virkilega skemmtilegur leikur og hann endar með 2-2 niðurstöðu.

Aðrir spámenn:
Eva Björk Benediktsdóttir (3 réttir)
Orri Rafn Sigurðarson (3 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsdóttir (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (1 réttur)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (1 réttur)
Guðrún Arnardóttir (1 réttur)
Nadía Atladóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner