Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. júlí 2021 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Rafn spáir í tíundu umferð Pepsi Max-deildar kvenna
Orri Rafn að störfum.
Orri Rafn að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáir því að Hólmfríður verði á skotskónum.
Spáir því að Hólmfríður verði á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir var með tvo hárrétta þegar hún spáði í níundu umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Afmælisbarnið Orri Rafn Sigurðarson spáir í leiki tíundu umferðar. Hann er fyrrum fréttaritari Fótbolta.net en lýsir núna leikjum á Viaplay.

Þór/KA 0 - 2 ÍBV (14 í dag)
Ian Jeffs er tekinn aftur við ÍBV liðinu og er þegar byrjaður að drilla þær. DB heldur áfram að skora mörk, og þær fara með þrjá punkta og hreint net í hraðflugi heim til Eyja.

Þróttur R. 1 - 1 Tindastóll (16 í dag)
Tindastóll eru fullar sjálfstrausts eftir geggjaðan sigur gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Þróttur var með unninn leik í höndunum gegn Breiðablik, en töpuðu því niður á seinustu mínútunum og það situr aðeins í þeim. Katie Cousins skorar fyrir Þrótt, en Laufey Harpa teiknar boltann á ennið á Murielle sem jafnar fyrir Tindastól. Óskar Smári fær svo gult spjald á hliðarlínunni fyrir kjaftbrúk þegar hann vill fá vítaspyrnu. Guðni róar hann niður og passar upp á að hans stúlkur haldi einbeitingu og sæki stigið.

Fylkir 0 - 3 Breiðablik (19:15 á morgun)
Breiðablik hefur ekki verið sannfærandi í sumar. Þær náðu þó í karakters sigur á móti Þrótti. Ég held þær verði of stór biti fyrir Fylki, þó úrslitin verði ekki þau sömu og í fyrri umferðinni.
Agla verið 'on fire' en ég vil sjá miklu meira frá Áslaugu Munda. Held trausti við hana sem fyrirliða í Draumaliðinu; hún setur tvö og leggur upp eitt til viðbótar.

Stjarnan 1 - 3 Valur (20 á morgun)
Valsvélin virðist vera byrjuð að malla og Elín Metta er búin að finna markaskóna sína á nýjan leik. Stjarnan verið að spila frábærlega að undanförnu, en tapið gegn Tindastól var högg eftir flottan sigur á Breiðablik. Hildigunnur skorar fyrir Stjörnuna, en Elín Metta setur tvö fyrir Val og Hintzen, nýi leikmaðurinn, setur eitt.

Selfoss 2 - 1 Keflavík (19:15 á þriðjudag)
Það er bras á Keflavík. Þær gætu náð í úrslit ef að Natasha spilar í hafsentnum, annars vinnur Selfoss þennan leik. Verður smá ryð í þeim eftir frábæra tonlistarhátið (Kótilettan) en þær klára þetta. Aerial skorar fyrir Keflavík, en Hólmfríður og Kristrún skora fyrir Selfoss.

Aðrir spámenn:
Eva Björk Benediktsdóttir (3 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsdóttir (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (1 réttur)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (1 réttur)
Guðrún Arnardóttir (1 réttur)
Nadía Atladóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner