Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 20. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Grótta fær kanadískan sóknarmann
Kvenaboltinn
Mynd: Grótta
Grótta í Lengjudeild kvenna hefur fengið til sín kanadíska sóknarmanninn Madelyn Robbins og gerir hún samning út þessa leiktíð.

Robbins, sem er fædd árið 2000, kemur til félagsins frá Kanada, en hún hefur síðustu ár spilað í Bandaríkjunum, Ítalíu og Tyrklandi.

Þessi öfluga fótboltakona spilaði einnig með Farleigh Dickinson-háskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum og gegndi þar lykilhlutverki en hún er nú mátt á Seltjarnarnes til að hjálpa Gróttu í seinni hluta tímabilsins.

„Það er ánægjulegt að Madelyn hafi ákveðið að ganga til liðs við Gróttu. Madelyn er tæknilega góður sóknarmaður og bindum við miklar vonir við að hún muni styrkja okkur í seinni hluta mótsins,“ sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Gróttu.

Grótta er í baráttu um að komast upp í Bestu deildina en liðið er í 3. sæti með 18 stig, aðeins einu stigi frá Aftureldingu sem er í öðru sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner