Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 20. ágúst 2018 21:14
Sverrir Örn Einarsson
Logi Ólafs: Hann stendur á hliðarlínunni og dæmir víti
Logi Ólafsson
Logi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar komið er fram í uppbótartíma og þú ert yfir eigum við undir öllum kringumstæðum að klára það þannig að það er það sem svekkir mig mest að fá þarna mark á okkur undir lokin.“
Sagði Logi Ólafsson aðspurður um leik sinna manna í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Víkingur R.

Víkingar lentu undir í fyrri hálfeik en kom sterkt til baka i þann síðari og náði forrystu.

„Við lendum undir, jöfnum og komumst yfir sem var bara frábært framlag á þeim tímapunkti en það er grátlegt að geta ekki fylgt því eftir.“

Staða liðanna er óbreytt innbyrðis eftir leikinn og gerði stigið því lítið fyrir liðin og erfitt verkefni framundan.

„Það er virkilega erfitt framundan það er alveg ljóst, við lékum ágætlega í seinni hálfleik á móti Grindavík og lékum vel fyrir utan föst leikatriði á móti Breiðablik og við náum aðeins að fylgja þessu eftir í dag. Sérstaklega eftir að við lentum undir sem var svona fyrir klaufagang en þetta var erfiður leikur gegn góðum mótherjum.“

Töluverður hiti var í leiknum og bæði lið að vissu marki ósátt við störf dómarans. Hvað vildi Logi segja um það?

„Þetta var bara jafnt á báða bóga ef það voru einhver mistök en mér fannst skrýtið að fjórði dómari skyldi vera dæma vítaspyrnu þar sem dómarinn stendur miklu nær og hann stendur á hliðarlínunni og dæmir víti, mér finnst það svolítið einkennilegt.“

Sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkinga en nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner