Ilkay Gundogan er hugsanlega á förum frá Barcelona áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Samningur hans rennur út næsta sumar og er félagið og leikmaðurinn sagt sammála um að besta lausnin sé að Gundogan haldi annað í sumar.
Samningur hans rennur út næsta sumar og er félagið og leikmaðurinn sagt sammála um að besta lausnin sé að Gundogan haldi annað í sumar.
Aðalástæðan er frá fjárhagslegu sjónarhorni en það myndi hjálpa fjárhagsstöðu Börsunga að losa Gundogan af launaskrá. Hann er einn launahæsti leikmaður hópsins.
Relevo segir frá því í dag að Gundogan vilji ekki fara frá Katalóníustórveldinu en hann vilji á sama tíma ekki vera hindrun fyrir félagið.
Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er svipað ferli í gangi og þegar Barcelona reyndi að þrýsta á Frenkie de Jong að fara frá félaginu af fjárhagsástæðum en í þessu máli er Gundogan til í að hjálpa félaginu.
„Hann er herramaður og mun reyna að hjálpa," sagði einn heimildarmaður við Relevo.
Gundogan er bæði orðaður við félög í Sádi-Arabíu og sitt gamla félag, Manchester City.
Athugasemdir


