Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson lagði upp fyrra mark Lille er það lagði Slavíu Prag að velli, 2-0, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Hlutverk Hákonar á komandi tímabili verður stærra en á síðasta en hann byrjaði þennan mikilvæga leik og var stórgóður.
Hákon lagði upp fyrra mark Lille fyrir kanadíska sóknarmanninn Jonathan David á 52. mínútu. Stoðsendingin var í hæsta gæðaflokki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og vippaði boltanum yfir varnarmann og fyrir David sem skoraði.
Sjáðu stoðsendinguna og markið hér
Edon Zhegrova gerði annað mark Lille þrettán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma eftir magnað einstaklingsframtak. Hann fíflaði varnarmann Slavíu Prag með skemmtilegri gabbhreyfingu áður en hann setti boltann í netið.
Lille fer með tveggja marka forystu inn í síðari leikinn sem er spilaður í Tékklandi í næstu viku.
Athugasemdir




