Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   þri 20. ágúst 2024 13:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool nálægt fyrstu sumarkaupunum
Giorgi Mamardashvili.
Giorgi Mamardashvili.
Mynd: EPA
Liverpool er komið nálægt sínum fyrstu kaupum í sumar en Fabrizio Romano greinir frá.

Liverpool er að ganga frá kaupum á georgíska markverðinum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Kaupverðið kemur til með að vera í kringum 30 milljónir evra.

Mamardashvili verði þá áfram á láni hjá Valencia á tímabilinu sem var að hefjast og komi svo til Liverpool næsta sumar.

Viðræðurnar eru að komast á lokastig.

Mamardashvili átti frábært Evrópumót með Georgíu í sumar en hann hjálpaði liðinu að komast í 16-liða úrslit á fyrsta Evrópumóti þjóðarinnar.

Mamardashvili er 23 ára gamall en Liverpool lítur á hann sem framtíðarmarkvörð. Alisson er í dag aðalmarkvörður liðsins.
Athugasemdir