Southampton hefur fest kaup á portúgaska leikmanninum Mateus Fernandes en hann kemur til félagsins frá Sporting á 12,8 milljónir punda.
Fernandes er tvítugur miðjumaður sem eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Estoril í heimalandinu. Hann hjálpaði liðinu að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 80 ár.
Southampton náði á dögunum samkomulagi við Sporting um kaupfé og hefur hann nú skrifað undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið.
„Ég er ótrúlega ánægður að vera kominn hingað. Það er draumur að rætast að koma til Englands og spila í ensku úrvalsdeildinni. Mín skoðun er sú að þetta er besta deild heims. Deildin er með bestu þjálfarana, leikmennina og liðin. Þetta er gott fyrir mig og minn vöxt, þannig ég er ánægður,“ sagði Fernandes.
We are delighted to confirm the signing of Mateus Fernandes from @SportingCP ????
— Southampton FC (@SouthamptonFC) August 20, 2024
Athugasemdir


