
Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp mark í 5-1 sigri Vålerenga á Stabæk í 8-liða úrslitum norska bikarsins í kvöld.
Íris Ómarsdóttir kom Stabæk í forystu snemma leiks en Vålerenga náði að snúa við taflinu áður en hálfleikurinn var úti með tveimur mörkum.
Vålerenga skoraði þrjú í síðari hálfleiknum en Sædís lagði upp fjórða mark liðsins, sem er nú komið í undanúrslit bikarsins.
Glódís Perla Viggósdóttir var í vörn Bayern München sem gerði markalaust jafntefli við Juventus í æfingaleik.
Ríkjandi Þýskalandsmeistarar Bayern hefja leik í deildinni gegn Potsdam föstudaginn 30. ágúst.
Athugasemdir