Lið ÍA hefur verið mjög öflugt á tímabilinu og er í baráttu um Evrópusæti. Liðið vann flottan 2-1 sigur gegn meisturum Víkings í Fossvoginum í gær.
Hinrik Harðarson var með stoðsendingarnar í báðum mörkum ÍA og sú seinni, á Viktor Jónsson, vakti hrifningu Vals Gunnarssonar í Innkastinu.
Hinrik Harðarson var með stoðsendingarnar í báðum mörkum ÍA og sú seinni, á Viktor Jónsson, vakti hrifningu Vals Gunnarssonar í Innkastinu.
„Hvernig hann kemur með boltann, þetta er svo þroskað og yfirvegað hjá strák sem er um tvítugt. Hann bíður þangað til á hárréttu augnabliki og kemur með fullkomna sendingu á Viktor sem þarf bara að koma boltanum inn," segir Valur.
Hinrik hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar en Viktor er markahæstur með fimmtán mörk. Valur segir þá minna sig á gamlan sóknardúett sem náði gríðarlega vel saman með Chelsea í upphafi aldarinnar.
„Viktor og Hinrik saman frammi hjá Skaganum eru farnir að minna mig á Jimmy Floyd Hasselbaink og Eið Smára Guðjohnsen í gamla daga. Kemestrían er svo góð og samvinnan," segir Valur.
Hinrik Harðarson lagði upp bæði mörk @Skagamenn í frábærum sigri á Víking??????????
— Besta deildin (@bestadeildin) August 20, 2024
Víkingur-ÍA | #bestadeildin pic.twitter.com/oDlvSyOdyL
Athugasemdir




