„Líðanin er frábær, ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég skora hérna í deild og langt síðan maður hefur skorað á Víkingsvelli þannig að bara geggjað að fá að upplifa það aftur" sagði Viktor Jónsson fyrirliði ÍA og uppalinn Víkingur sem skoraði gegn sínu uppeldisfélagi í 1 - 2 sigri Skagamanna á Víkingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 ÍA
„Leikurinn var frábærlega spilaður af okkar hálfu, seinni hálfleikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við bjuggumst við hann myndi spilast og við þurftum að vinna fyrir þessu og fyrir hvorn annan og við áttum þetta skilið.
Það er erfitt að fá mark á sig snemma en stundum getur það virkað sem ákveðið wake-up call og mér fannst við svara því sterkt og skorum stuttu seinna og hrökkvum í gírinn.
Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið einn besti fyrri hálfleikur hjá okkur í sumar.
Nánar er rætt við Viktor hér að ofan. Meðal annars um markmið ÍA það sem eftir lifir móts og markametið sem er í augsýn hjá Viktori.























