Arsenal hefur fengið tilboð frá Wolves í markvörðinn Aaron Ramsdale, eins og fjallað var um í slúðurpakka dagsins.
Tilboðið barst í gær og snýr að láni út tímabilið en möguleika á því að Úlfarnir geti svo keypt hann á næsta ári.
Ramsdale er 26 ára og missti byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal 2023 til David Raya. Þrátt fyrir að leika aðeins ellefu leiki síðasta tímabil þá var Ramsdale í EM hópnum hjá Englandi.
Hann vill vera byrjunarliðsmaður en var allan tímann á bekknum þegar Arsenal vann Wolves 2-0 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag.
Tilboðið barst í gær og snýr að láni út tímabilið en möguleika á því að Úlfarnir geti svo keypt hann á næsta ári.
Ramsdale er 26 ára og missti byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal 2023 til David Raya. Þrátt fyrir að leika aðeins ellefu leiki síðasta tímabil þá var Ramsdale í EM hópnum hjá Englandi.
Hann vill vera byrjunarliðsmaður en var allan tímann á bekknum þegar Arsenal vann Wolves 2-0 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag.
Portúgalski landsliðsmaðurinn Jose Sa hefur verið aðalmarkvörður Wolves síðan hann kom frá Olympiakos 2021.
Athugasemdir



