Belgíski miðjumaðurinn Robby Wakaka var fenginn til FH í félagaskiptaglugganum. Hann var ekki í leikmannahópnum gegn KR og var svo á bekknum gegn Val í gær.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var spurður út í hinn tvítuga Wakaka í viðtali eftir leikinn í gær.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var spurður út í hinn tvítuga Wakaka í viðtali eftir leikinn í gær.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Valur
„Hann er náttúrulega miðjumaður og mér fannst bara Logi og Bjössi góðir í þessum leik, Logi var frábær. Við sáum enga ástæðu til þess að nota hann í dag. Hann er búinn að æfa með okkur nokkrar æfingar, hefur litið mjög vel út og á eftir að nýtast okkur í sumar," sagði Heimir.
Björn Daníel Sverrisson, Bjössi, skoraði jöfnunarmark FH á sjöundu mínútu uppbótartíma.
Wakaka lék með varaliði Gent á síðasta tímabili. Hann samdi við FH út þetta tímabil með möguleika á framlengingu.
Athugasemdir



