Aston Villa hefur samþykkt lánstilboð Nottingham Forest í spænska vinstri bakvörðinn Alex Moreno en þetta segir Fabrizio Romano á X í kvöld.
Þessi 31 árs gamli bakvörður fékk leyfi frá Villa til að yfirgefa félagið en Unai Emery, stjóri félagsins, hefur kosið að nota frekar Lucas Digne og Ian Maatsen í vinstri bakverðinum á tímabilinu.
Moreno er á leið til Nottingham Forest á láni út tímabilið, en hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun.
Forest á möguleika á að gera skiptin varanleg á meðan lánsdvölinni stendur.
Spánverjinn spilaði 29 leiki og skoraði 3 mörk í öllum keppnum með Villa á síðustu leiktíð.
Athugasemdir


