Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   þri 20. september 2011 14:35
Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára fór í frasabókina: Þjappar andlitinu saman
Kvenaboltinn
„Stemmningin er gríðarlega góð, við erum áfram í farþegasætinu og ætlum bara að halda okkur þar. Vonandi getum við fylgt eftir góðum sigri á Noregi og unnið Belgíu og fengið þrjú góð stig," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir framherji Íslands við Fótbolta.net í dag.

Liðið átti góðan leik í 3-1 sigri gegn Noregi á laugardaginn og Margrét Lára var spurð hvort liðið yrði ekki að spila eins og þá til að ná góðum úrslitum á morgun.

„Það er engin spurning. Ef við náum að halda víddini og spila vel eins og við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik þá getum við vel unnið Belgíu. En við byrjuðum seinni hálfleikinn á móti Norðmönnum ekki nægilega vel, en þjöppuðum okkur bara vel saman í andlitinu um miðjan seinni hálfleik og þá fóru hlutirnir að gerast aftur og við kláruðum leikinn vel."

Belgar eru á pappírunum veikari andstæðingur en lið Noregs. En það má þó ekki búast við auðveldri viðureign á morgun.

„Það þýðir ekkert að hafa einhvern skort á einbeitingaleysi á morgun. Við verðum bara að halda fókus og mæta með jafn mikinn sigurvilja og baráttu í þennan leik eins og við gerðum á laugardaginn."

Margrét Lára sagði að liðið vonaðist eftir góðum stuðningi á morgun.

„Ekki spurning. Við pressum á fólk að mæta og við stelpurnar ætlar allar saman að leggja árar í bát og reyna að keyra yfir Belgana eins og við náðum með góðum leik á laugardaginn á móti Norðmönnum."
banner
banner