„Stemmningin er gríðarlega góð, við erum áfram í farþegasætinu og ætlum bara að halda okkur þar. Vonandi getum við fylgt eftir góðum sigri á Noregi og unnið Belgíu og fengið þrjú góð stig," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir framherji Íslands við Fótbolta.net í dag.
Liðið átti góðan leik í 3-1 sigri gegn Noregi á laugardaginn og Margrét Lára var spurð hvort liðið yrði ekki að spila eins og þá til að ná góðum úrslitum á morgun.
„Það er engin spurning. Ef við náum að halda víddini og spila vel eins og við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik þá getum við vel unnið Belgíu. En við byrjuðum seinni hálfleikinn á móti Norðmönnum ekki nægilega vel, en þjöppuðum okkur bara vel saman í andlitinu um miðjan seinni hálfleik og þá fóru hlutirnir að gerast aftur og við kláruðum leikinn vel."
Belgar eru á pappírunum veikari andstæðingur en lið Noregs. En það má þó ekki búast við auðveldri viðureign á morgun.
„Það þýðir ekkert að hafa einhvern skort á einbeitingaleysi á morgun. Við verðum bara að halda fókus og mæta með jafn mikinn sigurvilja og baráttu í þennan leik eins og við gerðum á laugardaginn."
Margrét Lára sagði að liðið vonaðist eftir góðum stuðningi á morgun.
„Ekki spurning. Við pressum á fólk að mæta og við stelpurnar ætlar allar saman að leggja árar í bát og reyna að keyra yfir Belgana eins og við náðum með góðum leik á laugardaginn á móti Norðmönnum."
























