Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. september 2020 13:35
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Kane gerði út um leikinn - Dele ennþá í áformum mínum
Mynd: Getty Images
Tottenham skoraði fimm í stórsigri gegn Southampton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Heimamenn í Southampton voru betri í fyrri hálfleik og tóku forystuna. Þeir komust nálægt því að bæta við marki áður en gestirnir jöfnuðu með marki frá Heung-min Son sem kom gegn gangi leiksins.

„Við vorum góðir fyrstu 10 eða 15 mínúturnar en svo misstum við stjórnina. Þeir áttu auðvelt með að koma boltanum fyrir aftan vörnina og ég hefði verið ánægður með að fara 1-0 undir inn í leikhléð. Jöfnunarmarkið bætti stöðu okkar mikið," sagði Jose Mourinho að leikslokum.

„Harry Kane gerði út um leikinn í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur, hann tengdi allt spilið okkar saman og var virkilega klár þegar hann datt niður á miðjuna til að skapa pláss fyrir Son. Við vorum alltof góðir fyrir þá í síðari hálfleik.

„Við þekkjum Southampton vel eftir að hafa spilað fjórum sinnum við þá í fyrra. Hojbjerg (fyrrum miðjumaður Southampton) hjálpaði okkur að leikgreina þá. Bakverðirnir skilja mikið pláss eftir fyrir aftan sig og hlaupin hjá Harry Kane drápu þá. Hann breytti gangi leiksins ásamt Sonny."


Mourinho var svo spurður út í Dele Alli sem hefur ekki verið í hópi hjá Tottenham síðan hann var tekinn útaf í hálfleik í tapi gegn Everton um síðustu helgi. Alli hefur verið orðaður við PSG í dag.

„Við erum með alltof marga leikmenn í hópnum. Við erum með 18 menn í hóp og þá þurfum við að skilja 8 eftir heima, það er ekki auðvelt. Auðvitað er Dele ennþá í áformum mínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner