Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
banner
   mið 20. september 2023 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópa: Hákon fiskaði víti - Cole Campbell lagði upp
watermark Hákon Arnar
Hákon Arnar
Mynd: Getty Images
watermark Cole Campbell
Cole Campbell
Mynd: Getty Images
Lille 2 - 0 Olimpija
1-0 Jonathan David ('43 , víti)
2-0 Yusuf Yazici ('90 )

Lille vann 2-0 sigur á slóvenska liðinu Olimpija Ljubljana í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Leikurinn hófst klukkan 14:30 á íslenskum tíma og var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille.

Hákon fiskaði vítaspyrnu þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Kanadíski framherjinn Jonathan David steig á punktinn og skoraði.

Hákon fór af velli á lokamínútu venjulegs leiktíma og í uppbótartíma innsiglaði Tyrkinn Yusuf Yazici sigurinn fyrir franska liðið.Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í Evrópukeppni unglingaliða. Í gær vann Dortmund 1-0 sigur gegn PSG og lagði unglingalandsliðsmaðurinn Cole Campbell upp eina markið í fyrri hálfleik. Cole spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins.

Í dag vann svo FCK 1-5 á útivelli gegn Galatasaray. Unglingalandsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson var ekki í leikmannahópi FCK.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner