Lille 2 - 0 Olimpija
1-0 Jonathan David ('43 , víti)
2-0 Yusuf Yazici ('90 )
1-0 Jonathan David ('43 , víti)
2-0 Yusuf Yazici ('90 )
Lille vann 2-0 sigur á slóvenska liðinu Olimpija Ljubljana í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Leikurinn hófst klukkan 14:30 á íslenskum tíma og var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille.
Hákon fiskaði vítaspyrnu þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Kanadíski framherjinn Jonathan David steig á punktinn og skoraði.
Hákon fór af velli á lokamínútu venjulegs leiktíma og í uppbótartíma innsiglaði Tyrkinn Yusuf Yazici sigurinn fyrir franska liðið.
Jonathan David breaks the deadlock from the spot!
— Football Report (@FootballReprt) September 20, 2023
Hákon Arnar Haraldsson ????????(2003) won the penalty!
????? @FootColic pic.twitter.com/t0rvEYe1Va
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í Evrópukeppni unglingaliða. Í gær vann Dortmund 1-0 sigur gegn PSG og lagði unglingalandsliðsmaðurinn Cole Campbell upp eina markið í fyrri hálfleik. Cole spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins.
Í dag vann svo FCK 1-5 á útivelli gegn Galatasaray. Unglingalandsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson var ekki í leikmannahópi FCK.
Nice assist by Cole Campbell (2006) for BVB U19 in UEFA Youth League win vs. PSG U19 ?????? pic.twitter.com/E9WxydjgTn
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 20, 2023
Athugasemdir