Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   mið 20. september 2023 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís framlengir við Bayern - „Það var mikill áhugi á henni"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samning sinn við þýska stórveldið Bayern München en samningurinn gildir núna til ársins 2026.

Glódís var einn af bestu varnarmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð er Bayern varð meistari.

Hún kom til Bayern frá Rosengård sumarið 2021.

„Að ég verði hérna áfram í þrjú ár til viðbótar er eitthvað sem ég er mjög ánægð með. Ég held ég geti gefið mikið af mér til liðsins," segir Glódís.

„Hún er mikilvægur hluti af okkar liði. Það var mikill áhugi á henni en hún ákvað að framlengja í félaginu okkar. Það er flott viðurkenning fyrir félagið og borgina að hún ætli að verja næstu árum ferilsins hérna," segir Alexander Straus, þjálfari Bayern.

Glódís var orðuð við Arsenal í sumar en hún ætlar að vera áfram hjá Bayern.

Hún er núna í landsliðsverkefni með íslenska landsliðinu fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Á eftir birtist viðtal við hana hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner