Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fös 20. september 2024 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pressa á Postecoglou
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Það er að myndast pressa á Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Tottenham hefur sótt fjögur stig í fyrstu fjórum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni en Nizaar Kinsella, fréttamaður BBC, telur að það sé pressa á Postecoglou fyrir leikinn gegn Brentford á morgun.

Postecoglou hefur ítrekað talað um það að undanförnu að hann vinni alltaf titla á öðru tímabili sínu hjá félögum, en Spurs lítur ekki út eins og lið sem er að vinna titil á þessari leiktíð. Liðið var heppið gegn Coventry í deildabikarnum í vikunni.

„Þetta var ein versta frammistaða liðsins í hans stjóratíð," skrifar Kinsella í dag.

Kinsella telur að Postecoglou muni fá spurningar á fréttamannafundi í dag hvernig hann geti snúið neikvæðninni í kringum félagið við í jákvæðni. Hann muni einnig fá spurningar um James Maddison sem hefur ekki fundið taktinn í langan tíma.

Postecoglou byrjaði af miklum krafti sem stjóri Spurs á síðasta tímabili en eftir fyrri hlutann á síðustu leiktíð, þá hefur hallað undan fæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner