Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
banner
   lau 20. september 2025 10:18
Brynjar Ingi Erluson
Börsungar horfa til Kane - Amorim fær pening til að kaupa enskan landsliðsmann
Powerade
Harry Kane til Barcelona?
Harry Kane til Barcelona?
Mynd: EPA
Ruben Amorim fær að versla í janúar
Ruben Amorim fær að versla í janúar
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugginn er harðlæstur en félög eru samt sem áður byrjuð að skoða leikmenn fyrir næsta glugga. Hér fyrir neðan má sjá helstu mola dagsins í Powerade-slúðrinu.

Spænska félagið Barcelona hefur mikinn áhuga á að fá Harry Kane (32), sem hefur skorað 95 mörk í 102 deildar- og bikarleikjum fyrir Bayern München. Félagið sér Kane sem arftaka fyrir hinn 37 ára gamla Robert Lewandowski. (El Nacional)

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, fær fjármagn til þess að eltast við Elliot Anderson (22), miðjumann Nottingham Forest og enska landsliðsins, í janúar. (Teamtalk)

Chelsea, Man Utd og Newcastle hafa öll áhuga á Eduardo Camavinga (22), leikmanni Real Madrid og franska landsliðsins, en hann er metinn á um það bil 69,7 milljónir punda. (CaughtOffside)

Real Madrid er áhugasamt um að fá Ryan Gravenberch (23), miðjumann Liverpool og hollenska landsliðsins. Hann er metinn á 65,3 milljónir punda. (Fichajes)

Arsenal er fullvisst um að franski miðvörðurinn William Saliba (24), muni skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið þrátt fyrir áhuga frá Real Madrid. (Football Insider)

Man Utd skráði sig úr baráttunni um Gianluigi Donnarumma (26) eftir að félagið fékk að vita heildarkostnaðinn í kringum félagaskiptin. Hann gekk í raðir nágranna þeirra í Man City frá PSG, en talið er að þetta hafi kostað enska félagið um 130 milljónir punda. (Telegraph)

Stjórnarmenn West Ham hafa heyrt hljóðið í portúgalska þjálfaranum Nuno Espirito Santo, sem var rekinn frá Nottingham Forest fyrr í þessum mánuði, en það sér hann sem mögulegan arftaka Graham Potter eftir slaka byrjun á tímabilinu. (Talksport)

West Ham hefur útilokað það að gera formlega tilraun í Frank Lampard, fyrrum leikmann félagsins, sem er í dag stjóri Coventry City. (Football Insider)

Man Utd vonast til þess að Marcus Rashford (27) haldi áfram að skína hjá Barcelona. Hann er á láni hjá Börsungum sem eiga möguleikann á að gera skiptin varanleg fyrir 26 milljónir punda. (Teamtalk)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool og Newcastle, vill snúa aftur í þjálfun á Englandi. (Telegraph)
Athugasemdir
banner