Napoli tapaði 2-0 gegn Man City á Etihad í fyrstu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Napoli var manni færri frá 21. mínútu þegar Giovanni Di Lorenzo fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Erling Haaland.
Napoli var manni færri frá 21. mínútu þegar Giovanni Di Lorenzo fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Erling Haaland.
„Það er erfitt að spila gegn Man City 11 á móti 11 og eftir 20 mínútur er ómögulegt að spila með tíu leikmenn. Við vorum mjög góðir varnarlega en við gátum gert miklu betur í mörkunum. Ég get ekki sagt neitt við leikmennina, hugarfarið var gott," sagði Antonio Conte, stjóri Napoli, eftir leikinn.
„Leikurinn eyðilagðist við rauða spjaldið, ég veit ekki hvort það var réttur dómur. Dómarinn tók þessa ákvörðun og við verðum að virða hana."
Kevin de Bruyne var í byrjunarliði Napoli á sínum gamla heimavelli en Conte tók hann af velli í kjölfar rauða spjaldsins.
„Þetta var það eina sem ég gat gert. Mér þótti þetta mjög leitt þar sem leikurinn var gegn hans gömlu félögunum en De Bruyne skildi ákvörðunina, þetta var það eina sem ég gat gert," sagði Conte.
Athugasemdir