Breski fréttamaðurinn Ben Jacobs heldur því fram að jákvæð samskipti séu að eiga sér stað á milli ensku leikmannasamtakanna og stjórnenda Chelsea.
Leikmannasamtökin eru með Chelsea til rannsóknar eftir kvartanir frá leikmönnunum Raheem Sterling og Axel Disasi sem fá ekki að æfa með restinni af leikmannahópi liðsins.
18.09.2025 15:30
Leikmannasamtökin ræða við Chelsea
Sterling og Disasi hafa verið að æfa einir síns liðs síðustu vikur. Þeir eru látnir æfa á kvöldin til að þeir geti ekki haft áhrif á æfingarnar hjá Enzo Maresca þjálfara.
Maresca vill ekki hafa leikmenn á æfingasvæðinu sem eru ekki partur af hópnum til að forðast truflanir.
Jacobs segir að samkvæmt heimildum sínum úr leikmannasamtökunum sé búið að samþykkja að aðstæður hjá Chelsea brjóti ekki á við neinar reglur. Það verður þó áfram fylgst náið með leikmönnunum til að koma í veg fyrir möguleg brot á þeirra réttindum.
Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea og á tvö ár eftir af samningi, á meðan Disasi er með fjögur ár eftir af sínum samningi.
Athugasemdir